Kosningaáherslur
Kex framboðs
2022

 

ÍÞRÓTTA-, TÓMSTUNDA-, OG SKÓLAMÁL

  • Kex mun berjast fyrir því að

    Nýtt íþróttahús á Höfn fari í forgang við uppbyggingu á miðsvæðinu.

    Byggð verði upp aðstaða til íþróttaiðkunar í Suðursveit og Öræfum og aðstöðu á Mánavelli verði viðhaldið.

    Efla samstarf við ungmenna- og íþróttafélög í sveitarfélaginu.

  • Gerð verði framtíðaráætlun fyrir Grunnskóla Hornafjarðar og húsnæði hans.

    Horft verði til langs tíma við uppbyggingu á leikskólanum Sjónarhóli og haldið verði áfram með þá viðbyggingu sem nú er fyrirhuguð.

    Efla tómstundastarf ungmenna í sveitarfélaginu öllu.

  • Tryggja aðgengi að fjölbreyttum útivistar- og leiksvæðum sem taka mið af margbreytileika samfélagsins.

    Byggð verði upp aðstaða fyrir kayakróður, þ.m.t. bátaskýli.

    Endurskipuleggja aðkomu sveitarfélagsins að íþrótta- og tómstundastarfi barna með það að markmiði að öll börn geti verið þátttakendur í fjölbreyttum íþróttum og fjölbreyttu tómstundastarfi, óháð fjárhagsstöðu forráðamanna.

ATVINNU- OG SAMFÉLAGSMÁL

  • Kex mun berjast fyrir því að

    Framboð af vinnuaðstöðu fyrir störf óháðum staðsetningu verði aukið í sveitarfélaginu öllu, með sérstaka áherslu á sveitirnar.

    Sveitarfélagið leiti leiða til að styðja við fjölbreytta atvinnustarfsemi.

  • Stuðlað verði að uppbyggingu á fjölbreyttu atvinnuhúsnæði, meðal annars með nægu lóðaframboði.

    Halda áfram að efla og styðja ferðaþjónustu í sveitarfélaginu meðal annars með reglulegum auglýsingaherferðum.

  • Vera í góðum samskiptum við hagsmunaaðila í atvinnulífinu og bregðast skjótt við þeim vandamálum sem kunna að koma upp.

    Viðhalda góðu samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð.

    Stutt sé sérstaklega við frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi í sveitarfélaginu.

STJÓRNSÝSLA OG FJÁRMÁL

  • Kex mun berjast fyrir því að

    Upplýsingaflæði til íbúa með annað móðurmál en íslensku verði aukið til muna.

    Auka upplýsingaflæði og þátttöku almennings. Þetta má framkvæma með aðgengilegri heimasíðu, reglulegum könnunum og fundum með íbúum, kynna ný verkefni strax í upphafi, aðgengilegri fundargerðum og fleiri þáttum.

    Ráðinn verði mannauðsstjóri til sveitarfélagsins sem yrði með starfsstöð í sveitarfélaginu.

  • Þarfagreining verði framkvæmd á störfum starfsfólks sveitarfélagsins til að gæta þess að álagið sé sanngjarnt.

    Koma á hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa sem verði opinber og aðgengileg.

    Stjórnsýslan starfi í samráði við íbúa, sbr. fjölmenningarráð, ungmennaráð, öldungaráð og fleiri.

    Bæjarstjóri verði ráðinn í faglegu ferli, hvort sem er í gegnum formlegt ráðningaferli eða skipaður að uppfylltum fyrirframákveðnum skilyrðum er varðar menntun, hæfni og reynslu.

  • Jafnréttis- og umhverfissjónarmið séu tekin inn í allar ákvarðanir.

    Farið sé skynsamlega með fjármuni, sérstaklega á fyrstu stigum verkefna.

    Tryggja íbúafundi í það minnsta tvisvar á ári til samráðs og upplýsingar.

    Skapa rafrænan vettvang til samráðs, til dæmis í gegnum íbúagátt á vef sveitarfélagsins.

VELFERÐARMÁL

  • Kex mun berjast fyrir því að

    Tryggja aðgengi allra að stofnunum sveitarfélagsins.

    Styðja fyrirtæki og einstaklinga í að bæta aðgengismál.

    Tryggja aðgengi fatlaðra að fjölbreyttum störfum, styrkjum og stuðningi.

    Sveitarfélagið nýti öll þau úrræði sem standa til boða í málaflokknum.

    Tryggja aðgengi að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi sem tekur mið af margbreytileika samfélagsins.

  • Leggja áherslu á virkt samtal milli þeirra sem þurfa þjónustu og þeirra sem veita hana, svo að hún þjóni hagsmunum notenda sem best.

    Öldungaráð verði eflt til að tryggja virkari tengingu heldri borgara við stjórnsýsluna.

    Tryggja aðgengi heldri borgara að fjölbreyttri hreyfingu og heilsueflingu.

    Auka tækifæri og aðgengi íbúa af erlendum uppruna að menntun.

  • Styðja á heildstæðan hátt við börn og barnafjölskyldur af erlendum uppruna, sérstaklega með tilliti til móðurmálskennslu.

    Unnið verði að mannréttindastefnu sveitarfélagsins.

    Sveitarfélagið beiti sér fyrir því að komið verði upp aðstöðu og búnaði fyrir fjarlækningar sérgreinalækna.

    Flýta fyrir ferli sem nú þegar er hafið á nýju hjúkrunarheimili svo framkvæmdir geti hafist sem allra fyrst og hefja skipulagsvinnu fyrir næstu stækkun.

UMHVERFIS- OG SKIPULAGSMÁL

  • Kex mun berjast fyrir því að

    Umhverfis- og loftslagsmál verði í forgrunni í allri ákvarðanatöku sveitarfélagsins.

    Stofnanir sveitarfélagins taki þátt í umhverfisstarfi sambærilegu Grænum skrefum ríkisstofnana.

    Endurskoða fyrirkomulag á umhverfis- og skipulagsnefnd til að tryggja að málefni fái markvissari umfjöllun.

    Íbúum og fyrirtækjum, í öllu sveitarfélaginu, verði gert auðveldara að flokka sorp á ábyrgan hátt.

    Farið verði í frekari uppbyggingu og endurbætur á göngu-, hjóla- og reiðstígum í sveitarfélaginu.

  • Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir fái stuðning og fræðslu til þess að efla umhverfisvitund og stuðla að umhverfisvænni lífsstíl og rekstri.

    Umhverfisvænum samgöngumátum verði forgangsraðað í öllu skipulagi.

    Farið verði í uppbyggingu grænna svæða víðsvegar um sveitarfélagið með fjölbreytta nýtingarmöguleika í huga, hvort sem er til útiveru, leikja eða ræktunar. Auka þarf aðgengi að þessum svæðum t.d. með gerð útivistarkorts.

    Framtíðarsýn varðandi skipulag í sveitarfélaginu verði hugsuð heildstætt, til langs tíma og með fjölbreyttar þarfir í huga.

  • Tryggt verði samtal við íbúa varðandi framtíðarskipulag á þjóðvegum. Kex mun beita sér fyrir því að farið verði í úrbætur á vegum til þess að stytta leiðir og auka umferðaröryggi.

    Aðkoma íbúa að skipulagsmálum og ákvarðanatöku verði aukin, sérstaklega á forstigum.

    Upplýsingar um framkvæmdir, bæði fyrirhugaðar og þær sem eru í gangi, séu aðgengilegar íbúum á skýran og einfaldan máta.

    Stuðlað verði að uppbyggingu á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði, meðal annars með nógu lóðaframboði. Niðurstöður íbúafundar sem haldinn var 15. september 2021 verði lagðar til grundvallar.

MENNINGARMÁL

  • Kex mun berjast fyrir því að

    Stutt verði við fjölbreytt menningarstarf sveitarfélagins.

    Menningarmiðstöð Hornafjarðar verði leiðandi afl í fjölbreyttu menningarlífi í sveitarfélaginu.

    Hugað verði sérstaklega að viðburðum fyrir börn og íbúa af erlendum uppruna.

    Leitað sé nýrra leiða til þess að koma sögu og menningararfi sveitarfélagsins á framfæri, hvort sem er með nýjum söfnum, sýningum eða öðru.

  • Komið verði til móts við húsnæðisþörf ólíks menningarstarfs innan sveitarfélagsins.

    Mánagarður geti sinnt hlutverki sínu sem sviðslista- og menningarhús sveitarfélagsins.

    Sindrabær sinni áfram hlutverki sínu sem tónlistarhús og tónskóli og farið verði í nauðsynlega uppbyggingu og viðhald á húsinu.

  • Samkomuhús í sveitum verði nýtt undir fjölbreytta menningarviðburði.

    Sveitarfélagið leiti leiða til þess að styðja við skapandi greinar og listafólk með fjölbreyttum hætti.

    Gamlabúð fái viðeigandi hlutverk þegar Vatnajökulsþjóðgarður flyst þaðan.

    Finna jöklasýningu góðan farveg og að hún verði opnuð á ný.