Um Kexið
Kex er nýtt framboð, stofnað árið 2022. Það er ferskur blær inn í sveitarstjórnarmál í Sveitarfélaginu Hornafirði og samanstendur af hópi ungs fólks sem hingað til hefur ekki látið til sín taka í sveitastjórnarmálum. Við eigum það öll sameiginlegt að hafa valið okkur Sveitarfélagið Hornafjörð sem framtíðarheimili og höfum við skýra og einlæga sýn á samfélagið sem við viljum búa.
Framboðið berst fyrir umhverfismálum, jafnrétti, sýnileika í stjórnsýslunni og því að ákvarðanir sem teknar eru séu samfélaginu öllu til hagsbóta.
Kex kom til eftir miklar vangaveltur. Við vildum leitast eftir einhverju sem væri auðvelt og flestir íbúar sveitarfélagsins gætu tengt við. Kex er örnefni innan sveitarfélagsins og þekkt gönguleið meðal íbúa þess. Við töldum þetta upplagt nafn með tengingu inná svæðið og varð það að lokum fyrir valinu.
Hver elskar síðan ekki kex?
Stjórn Kex
Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir
Elías Tjörvi Halldórsson
Anna Ragnarsdóttir Pedersen
Anna Birna Elvarsdóttir
Róslín Alma Valdemarsdóttir
Þorgrímur Tjörvi Halldórsson
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir
Skúli Ingibergur Þórarinsson
Formaður
Varaformaður
Gjaldkeri
Ritari